Fara í efni
12.09.2005 Fréttir

Athöfn við fyrstu skóflustungu frestað.

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla Vestmannaeyja á fimmtudagin kemur kl. 14:00. Allir velkomnir.Ætlunin var að taka fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla Vestmannaeyjabæjar við Ása
Deildu

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla Vestmannaeyja á fimmtudagin kemur kl. 14:00. Allir velkomnir.

Ætlunin var að taka fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla Vestmannaeyjabæjar við Ásaveg í dag en nú hefur henni verið frestað fram á fimmtudaginn 15. september 2005 og hefst athöfnin kl. 14:00. Ástæðan er slæm veðurspá.

Hönnun leikskólans er í höndum THG, Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar. Leikskólinn verður 5 deilda og er gert ráð fyrir allt að 100 börnum samtímis.

Er þetta í fyrsta sinn sem Vestmannaeyjabær stendur að byggingu nýs leikskóla, en þeir leikskólar sem fyrir eru í Eyjum eru annars vegar Kirkjugerði sem reistur var fyrir gjafafé Hjálparstofnunar Kirkjunnar og Vestmannaeyjabær lét stækka um 2 deildir 1994 og hins vegar Rauðagerði sem var reistur fyrir gjafafé frá velunnurum í Sviss og sænska Rauða krossinum. Núverandi leikskóli við Ásaveg er leikskólinn Sóli, en það húsnæði er gamalt íbúðarhúsnæði en Sóli er jafnframt með útibú við Faxastíg, þar sem Leikskólinn Betel var áður til húsa og þar áður Hvítasunnukirkjan.

Leikskólabörn í Sóla koma til með að taka fyrstu skóflustungurnar, sóknarprestur blessar framkvæmdina og að auki verða ýmsir aðrir aðilar sem koma beint og óbeint að byggingu skólans. Að lokum verður börnum leikskólans og gestum þeirra boðið upp á kökur frá Arnóri bakara.

Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.