Fara í efni
11.01.2017 Fréttir

ATH: Breyttur fundartími: Kynningarfundur fyrir samstarfsaðila vegna frístundastyrkjar

Vestmannaeyjabær auglýsir kynningarfund fyrir þá aðila sem áhuga hafa að sækja um samstarfssamning við Vestmannaeyjabæ vegna frístundastyrks til barna í íþrótta- og tómstundaiðkun. 
Deildu
Markmið fundarins er að kynna væntanlegum samstarfsaðilum markmið og tilgang frístundastyrks og fara yfir þær forsendur sem settar eru fyrir samstarfssamningi.

Fundurinn er haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvar fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. 18:00.

Hægt er að kynna sér allt um frístundastyrkinn inn á heimasíðu bæjarins; http://vestmannaeyjar.is/is/page/fristundastyrkur

fh. Vestmannaeyjabæjar

Jón Pétursson framkvæmdastjóri

fjölskyldu- og fræðslusviðs