Dags 26.9.2005
Staðsetning: Reykjavík
Viðburður: Átak til atvinnusköpunar - umsóknarfrestur til 26. september
Lýsing: Styrkveitingar Iðnaðarráðuneytis undir merkjum
Átaks til atvinnusköpunar
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um Átak til atvinnusköpunar. Umsóknarfrestur er til 26. september 2005.
Átak til atvinnusköpunar veitir aðeins styrki til tvennskonar verkefna:
1. Verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
2. Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins og ætlað er að hafa víðtæk áhrif en eru ekki bundin við afmarkað verk, einstakling eða fyrirtæki.
Frekari upplýsingar fást hjá Impru í s. 570-7267, hjá atak@iti.is.