Fara í efni
15.05.2010 Fréttir

Aska á þökum

Hætta er á að aska geti stíflað holræsakerfi
Deildu
Vegna ösku á þökum húsa, er mikil hætta á að holræsakerfi húsa stíflist ef þakniðurföllin eru tengd holræsakerfum húsanna.
 
Þar sem það á við, þarf að aftengja þakniðurföllin meðan einhver aska er á þökunum.
Þegar vatn kemst í öskuna verður hún mikil fyrirstaða og rennur lítið, verður nánast eins og steypa og því mikil hætta á stíflum ef hún fer í holræsakerfi húsa.
Best er að aftengja þakniðurföllin við þakskegg, en ef þau eru aftengd við jörðu er nausynlegt að loka niðurfallinu svo rottur komist ekki upp, ef þær eru á annað borð í holræsakerfum á viðkomandi svæði.
 
Með kveðju
Guðmundur Þ. B. Ólafsson hjá Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.