Eitt stærsta myndlistartímarit heims, Art in America, birtir í nýútkomnu nóvemberhefti sínu sex heilsíður um myndlistarsýningarnar á Listahátíð 2005 og afar lofsamlega og ítarlega umfjöllun um þær. Birtar eru myndir af verkum íslenskra og erlendra listamanna sem tóku þátt í verkefninu og eru myndirnar teknar af verkum þeirra í söfnum og galleríum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og úti á landsbyggðinni.
Lilly Wei, sem skrifar greinina, fjallar einnig um nokkra aðra tengda listviðburði, t.d. sýningu myndarinnar ?Gargandi snilld", sögu Listahátíðar og loks um flugið í kringum Ísland, ?sem var á vissan hátt stjarna þessarar heitu og köldu ?state of the art" hátíðar.
Hér má skoða greinina, sem skiptist í þrjú skjöl Art in America I, Art in America II, Art in America III
Önnur umfjöllun
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar
Eins og menn muna var Vestmannaeyjabær einn þátttakenda af landsbyggðinni og komu hingað tvær Fokkerflugvélar fullar af erlendum- og innlendum blaðamönnum og öðru fólki sem vinnur við kynningar. Vestmannaeyjar hafa fengið töluverða umfjöllun m.a. í Þýskalandi. Micole Asseal hin ítalska var hérna og gaf út blað með conceptinu sínu sem hægt er að nálgast á Bókasafni Vestmannaeyja og hjá fræðslu-og menningarsviði Vestmannaeyjabæjar.