Fara í efni
25.01.2021 Fréttir

Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2020

Síðasta starfsár hjá Slökkviliði Vestmannaeyja mun seint flokkast sem hefðbundið starfsár, en eins og hjá flestum öðrum þá setti heimsfaraldur Covid 19 reglubundna starfsemi úr skorðum meira og minna allt síðasta ár.

Deildu

Útkallsfjöldi var líka óhefðbundinn líkt og árið þar á undan þar sem við vorum yfir meðallagi síðustu ára en þessa aukningu má aftur rekja til óvenju margra útkalla frá brunaviðvörunarkerfum m.a. vegna matseldar og bilana. 

Ef frá eru talin þessi auka útköll þá er fjöldi útkalla á pari við það sem verið hefur undanfarin ár en engu að síður þá var nóg að gera í öðrum verkefnum m.a. vegna Covid 19, endurnýjunum og viðhaldi á búnaði, endurnýjun á brunavarnaáætlun og vinnu við uppbyggingu á nýju slökkvistöðinni.

 Þrátt fyrir tiltölulega eðlilega byrjun á síðasta ári hófst undirbúningur snemma hjá Almannavörnum og viðbragðsaðilum í Vestmannaeyjum, eða þegar fyrstu fréttir fóru að berast af mögulegum heimsfaraldri inflúensu, og þann 15. mars var svo aðgerðarstjórn AST-Almannavarna í Vestmannaeyjum formlega virkjuð. Við tóku dagleg fundarhöld í fjarfundabúnaði og vinna við að skipuleggja og halda utan um þann mikla fjölda sem lenti í einangrun og sóttkví í Vestmannaeyjum í þessari fyrstu bylgju faraldursins.

Alla skýrsluna í heildssinni má lesa hér