Fara í efni
03.01.2008 Fréttir

Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2007.

Deildu

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út 18 sinnum á árinu 2007. Í tólf tilfellum var kallað út í íbúðarhús og þrisvar vegna iðnaðarhúsa.Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem vegna elda í bílum, gámum, og allskonar rusli.þá heimsóttum við 8 fyrirtæki og stofnanir og vorum með eldvarnakynningu. Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar verið er að dæla bensíni hér í land og voru þessar vaktir 12 á árinu. Við sjáum einnig um eldvarnareftirlitið og voru skoðuð 17 fyrirtæki og stofnanir, einnig voru gefnar um 20 umsagnir fyrir gisti og veitingastaði. Það var talsvert um heimsóknir á slökkvistöðina héðan úr Eyjum og af fastalandinu.

Eykyndilskonur komu færandi hendi á árinu þær færðu liðinu fjarskiptabúnað fyrir reykkafara að verðmæti 600 þúsund. Þetta er í þriðja skipti sem þær færa okkur öryggisbúnað.

Æfingar liðsins á árinu voru 27. Auk þess sóttu nokkrir slökkviliðsmenn námskeið fyrir stjórnendur og einnig var sótt eldvarnanámskeið.

Eins og undanfarin ár tók slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttum okkur 70 grunnskóabörn á slökkvistöðina, þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól.

Við í slökkviliðinu heimsóttum einnig leikskólana Sóla og Kirkjugerði og ræddum við elsta árganginn um eldvarnir í leikskólanum og á heimilum þeirra.

Að ending nú á aðventunni var okkur slökkviliðsmönnum boðið í jólahlaðborð af Tryggingarfélaginu Sjóvá og viljum við þakka þeim fyrir höfðinglegt boð.

Vestmannaeyjum 2. Jan 2008.
Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri.