Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út 14 sinnum á árinu 2005.
I fimm tilfellum var kallað út í íbúðarhús,tvisvar vegna elds í skipum þrisvar vegna grunsamlegs reyks á vinnustöðum. Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem vegna elds í bílum, sinubruna og rusli við Sorpu.
Æfingar liðsins á árinu voru 27 talsins. Auk þess kom Farskóli Brunamálastofnunar til Eyja með serstakan reykköfunargám og hélt námskeið með okkur slökkviliðsmönnum. Við héldum æfingu með áhöfn Lóðsbátsins með það í huga að slökkviliðið geti nýtt sér hann á öllu svæði norðan Strandvegar. Báturinn er með öflugan dælubúnað og við í slökkviliðinu búnir að koma okkur upp búnaði til tengingar við hann. Einnig heimsóttum við mörg stærri fyritæki.
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í Eldvarnaviku Landssambands Slökkviliðsmanna í byrjun desember. Þá viku heimsóttu öll 8 ára börn úr grunnskólunum slökkvistöðina, þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnunum sýnd tæki og tól slökkviliðsmanna
Vestmannaeyjum 11 jan 2006.
Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri.