27.01.2015
Ársskýrsla 2014 Slökkviliðs Vestmannaeyja
S.l. ár var eitt besta ár í manna minnum þar sem ekkert útkall var vegna brunatjóna.
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 8 sinnum á árinu 2014 í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða.Það var aðalega um óhöpp vegan flugelda, umferðaslysa,og vatnsleka og fl.
Þá heimsóttum við mörg fyrirtæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Æfingar hjá liðunu voru 25 á árinu.Einnig fóru slökkviliðsmenn í verklegt próf til Grindarvíkur.Þá fóru strákarnir í læknisskoðun og þolpróf.
Slökkviliðið fékk nýjar bílaklippur á árinu. Það voru félagasamtök hér í bæjarfélaginu sem gerðu okkur þetta kleift. Þar skal nefna Slysavarnadeildina Eykyndil, Kíwanisklúbburinn Helgafell og Lionsklubbur Vestmannaeyja.
Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá olíufélugum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 13 skipti á árinu.Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 44 á árinu, einnig voru gerðar 5 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur tæplega 50 grunnskólabörn og kennarar á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól,þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.
9.jan 2015. Ragnar Þór Baldvinsson.