Þá heimsóttum við mörg fyrirtæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Þá var farið í skip og haldin æfing með áhöfnunum. Æfingar hjá liðunu voru 22 á árinu, einnig fór liðið í læknisskoðun og þolpróf.
Slökkviliðsmenn tóku þátt nú í sept. í tveggja daga bóklegri og verklegri Flugslysaæfingu hér í Eyjum í samvinnu við Björgunarfélag Vestmannaeyja, lögreglu, starfsmenn flugvallar, Rauðakrossdeild Vestmannaeyja, Heibrigðisstofnun og fl.Æfingin þóttis takast vel.
Slökkviliðið heimsótti leikskólann Kirkjugerði, þar sem elstu börnin voru frædd um eldhættur og brunavarnir á heimilum.
Verkefnið er samstarfsverkefni slökkviliðanna og Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem slökkviálfarnir Logi og Glóð kenna börnunum hvernig umgangast á eld í máli og myndum.
Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá olíufélugum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 9 skipti á árinu.Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 50 á árinu, einnig voru gerðar 12 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur rúmlega 56 grunnskólabörn á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól,þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.
Mikið var af heimsóknum á slökkvistöðin á árinu bæði komu gestir af fastalandin og einnig heimafólk til að skoða okkar búnað og kynnast okkar starfi.
Vestmannaeyjar 11. Jan 2013.
Ragnar Þór Baldvinsson Slökkviliðsstjóri.