Fara í efni
14.01.2013 Fréttir

Ársskýrsla 2012

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 14 sinnum á árinu 2012 í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða. Þó var talsvert mikið tjón þegar eldur var laus í Ölduljóni VE, og veiðarfærum við Skipalyftuna, Þá var einnig mikið tjón að Vestmannabraut 37. Annað var minniháttar reykræsting,dæling úr skipum og fl.
Deildu
 
Þá heimsóttum við mörg fyrirtæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Þá var farið í skip og haldin æfing með áhöfnunum. Æfingar hjá liðunu voru 22 á árinu, einnig fór liðið í læknisskoðun og þolpróf.
 
Slökkviliðsmenn tóku þátt nú í sept.  í tveggja daga bóklegri og verklegri Flugslysaæfingu hér í Eyjum í samvinnu við Björgunarfélag Vestmannaeyja, lögreglu, starfsmenn flugvallar, Rauðakrossdeild Vestmannaeyja, Heibrigðisstofnun og fl.Æfingin þóttis takast vel.
 
Slökkviliðið heimsótti leikskólann Kirkjugerði,  þar sem elstu börnin voru frædd um eldhættur og brunavarnir á heimilum.
Verkefnið er samstarfsverkefni slökkviliðanna og Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem slökkviálfarnir Logi og Glóð kenna börnunum hvernig umgangast á eld í máli og myndum.
 
Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá olíufélugum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 9 skipti á árinu.Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 50 á árinu, einnig voru gerðar 12 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
 
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur rúmlega 56 grunnskólabörn á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól,þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.
 
Mikið var af heimsóknum á slökkvistöðin á árinu bæði komu gestir af fastalandin og einnig heimafólk til að skoða okkar búnað og kynnast okkar starfi.
 
  
Vestmannaeyjar 11. Jan 2013.
 
Ragnar Þór Baldvinsson Slökkviliðsstjóri.