Fara í efni
25.05.2004 Fréttir

Ársfundur íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi.

Haldinn í sveitarfélaginu Árborg 14. - 15. maí sl. Dagskráin byrjaði á föstudagsmorgninum með aðalfundi FÍÆT.  Þar var farið yfir helstu má
Deildu

Haldinn í sveitarfélaginu Árborg 14. - 15. maí sl.

Dagskráin byrjaði á föstudagsmorgninum með aðalfundi FÍÆT.  Þar var farið yfir helstu málefni félagsins eins og hvort félagið ætti að gerast stéttarfélag og ganga í KÍ eða hvort félagið ætti að vera fagfélag. 

Eftir aðalfundinn voru haldin nokkur fræðsluerindi.  Anna Snorradóttir var með erindi um frístundaheimili/skóla/sel þ.e. þjónusta við 6 - 9 ára gömul börn.  Valdimar Gunnarsson frá Ungmennafélagi Íslands var með kynningu um möguleika á styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála þá kom Eyjólfur Sverrisson frá K.S.Í og fór yfir sparkvallaátak K.S.Í.  Að lokum fengum við kynningu frá Indriða Jósafatssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Borganesi um markaðsetningu sundlauga hvernig sundlaugarnar gerast SPA fyrirtæki.  Þeir í Borganesi eru byrjaðir að markaðssetja sig sem SPA fyrirtæki um allan heim.

Eftir fundarsetu var boðið upp á skoðunarferð um Árborg og strandbæirnir heimsóttir og endað á veitingarhúsinu Hafið Bláa þar sem fólki gafst kostur að spjalla saman um starfið skiptast á upplýsingum og fá hugmyndir frá hvort öðru.

Laugardeginum var varið til leikja og þrauta í skóginum í Haukadal eftir þrautirnar var grillað og spjallað saman.  Deginum lauk svo með matarboði í boði bæjarstjórnar Árborgar.  En því miður hafið íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar ekki tök á að vera með því hún valdi að fara heim og vera með í handknattleikshóli ÍBV- íþróttafélags á lokahófi félagsins.

Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi