Í síðustu viku var komið niður á húsið að Suðurvegi 16 á Pompei uppgreftrarsvæðinu. Húsið var í eigu Stefáns Jónassonar og fjölskyldu. Áður hafði verið komið niður á hús no. 25.
Unnið hefur verið að uppgreftri á húsunum sem fóru undir ösku og sand í eldgosinu á Heimaey í um það bil eitt ár en áætlað að grafa upp nokkur hús við Suðurveginn. Mikil fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína um svæðið í sumar til að skoða þessar gosminjar. Von er á hópi manna á vegum Veraldarvina sem mun taka þátt í uppgreftrinum í sumar.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.