Á sama hátt er það afar jákvætt að mæld ánægja skuli aukast á milli ára á 12 af 13 spurningum (stendur í stað á einni).
Bæjarstjórn óskar starfsmönnum sérstaklega til hamingju með þennan árangur og telur hann vitnisburð um þann metnað sem ríkir meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Hrósið er allt þeirra.
Sem lið í könnun á ánægju meðal íbúa var einnig spurt hversu ánægðir svarendur væru með störf bæjarstjórnar og störf bæjarstjóra. Af þeim sem afstöðu tóku (sögðust annað hvort ánægð eða óánægð) sögðust 70% ánægð með störf bæjarstjóra og 73% ánægð með störf bæjarstjórnar. Þegar litið er til allra svara við viðkomandi spurningum kemur í ljós að þegar spurt var um ánægju með störf bæjarstjórnar sögðust 19% mjög ánægð með störf bæjarstjórnar, 35% sögðust ánægð, 25% sögðust hvorki né, 14% óánægð og 6% mjög óánægð.
Þegar litið er til allra svara við spurningunni um ánægju með störf bæjarstjóra kemur í ljós að 26% sögðust mjög ánægð, 27% ánægð, 24% hvorki né, 13% óánægð og 10% mjög óánægð.
Hægt er að nálgast nánari gögn um það sem rætt var á fundi bæjarstjórnar hér:
Gallup