Orðsending frá Sea Life Trust:
Allt er klárt til að halda upp á Alþjóðlega strandhreinsidaginn sem var frestað vegna veðurs. Viðburðurinn verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 15. júní við strandlengjunni hjá Gólfklúbbi Vestmannaeyja! Við munum byrja stundvíslega kl.10 með samstarfsaðilum okkar hjá Vestmannaeyjabæ og Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Ef þig langar að leggja okkur hjálparhönd munum við skaffa týnur, ruslapoka, hanska og allt annað sem þarf til að þrífa. Búnaðinn má nálgast á bílastæði Gólfklúbbsins fyrir kl. 10 í fyrramálið.
