Fara í efni
03.12.2025 Fréttir

Alþjóðadagur fatlaðs fólks í dag - 3. desember

Deildu

Gleðilegan alþjóðadag fatlaðs fólks!

Í dag minnum við á mikilvægi þess að tryggja öllum jafna þátttöku, virðingu og tækifæri.
Á alþjóðadegi fatlaðs fólks viljum við í Kjarnanum nota daginn til að minna á að réttindi fatlaðs fólks eru mannréttindi. Þetta er samfélagsverkefni þar sem við spilum stórann þátt, og í dag fögnum við því sem þegar hefur áunnist og minnum okkur um leið á mikilvægi þess að halda áfram.
Takk fyrir ykkar ómetanlegu störf í þágu fatlaðs fólks í Vestmannaeyjum.

 

Jólaboð Kjarnans

Við í Kjarnanum höldum í langa og kærkomna hefð þegar við efnum til árlegs jólaboðs.
Síðustu ár, eftir flutninginn á Strandveg 26, hefur þessi fallega stund vaxið og við hefur bæst allsherjar jólaball þar sem jólasveinar koma í heimsókn, við dönsum í kring um jólatréð og jólaleg stemning fyllir húsið.
Ár hvert bjóðum við fjölskyldu og vinum að taka þátt í þessum einstaka viðburði með okkur. Jólaboðið er ekki bara skemmtun — það er tækifæri til að styrkja tengsl, njóta samveru og skapa hlýjar minningar saman. Fyrir marga íbúa er þetta einn af hápunktum ársins; stund þar sem dagurinn einkennist af gleði, tónlist, hefðum og samveru.
Þetta eru augnablik sem verða að dýrmætum minningum — bæði fyrir íbúa og aðstandendur.

 Gleðileg jól frá Kjarnanum!