Síðuna hannaði Viktor P. Jónsson og er hún bæði falleg og aðgengileg. Ómar Garðarsson, hefur tekið efnið saman. Flestar ljósmyndir á Óskar Pétur og um upptökur sá Halldór B. Halldórsson. Þarna er margt forvitnilegt að finna, m.a. öll erindi sem haldin voru á málþingi í síðasta mánuði um stöðu Vestmannaeyja.
Öllum sýningum eru gerð skil ásamt öðru sem fram fer á afmælisárinu. Er fólk, fjölmiðlar og aðrir hvattir til að kíkja við og sjá hvað hefur verið gert og hvað er framundan.