Fara í efni
08.09.2005 Fréttir

"Allt hefur áhrif, einkum við sjálf"

Byrjum hjá okkur sjálfum. Verkefnið er samvinna Lýðheilsustöðvar og sveitarfélaga í landinu og hefur það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á h
Deildu

Byrjum hjá okkur sjálfum.

Verkefnið er samvinna Lýðheilsustöðvar og sveitarfélaga í landinu og hefur það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. Hvert sveitarfélag sem tekur þátt í verkefninu mótar stefnu og aðgerðaáætlun um aukna hreyfingu og bætta næringu barna í sinni heimabyggð. Ef ætlunin er að bæta lífshætti barna og unglinga er samvinna lykilorðið. Þar gegna fjölskyldur, skólar og aðrar menntastofnanir mikilvægu hlutverki auk heilsugæslu, íþrótta-og æskulýðsstarfsemi, félagasamtaka og fyrirtækja.

Vestmannaeyjabær hefur tekið ákvörðun um að vera með í verkefninu og hefur verið stofnaður stýrihópur með fulltrúum skóla, leikskóla, heilsugæslu ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Nú í skólabyrjun verður fulltrúa foreldra bætt við í hópinn. Stýrihópurinn mun byrja á því að fara yfir gátlista frá Lýðheilsustöð. Í gátlistanum koma fram atriði sem æskilegt er að séu til staðar í hverju sveitafélagi svo hægt sé að stuðla að góðri aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Hvað er sveitarfélagið að gera ?

  • Fjölskylduhelgi um hvítasunnu þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá með mikilli hreyfingu.
  • Nýir sparkvellir við skólana, öll skólabörn fá tækifæri til að reyna sig á völlunum.
  • Íþróttatímar á skólatíma fyrir elstu börnin í leikskólum bæjarins.
  • Sunddagurinn mikli í samvinnu við Sundfélag ÍBV , frítt í sund.
  • Ávaxtatímar í skólunum.
  • Ekki seldir sykurdrykkir í skólunum, börnin hvött til að drekka vatn.
  • Hvað er hægt að gera ?
  • Bæta útivistarsvæði, íþróttasvæði, göngu-og hjólastíga í nágrenni skóla og heimila.
  • Leitast við að fjölga skipulögðum hreyfistundum í leikskólastarfi.
  • Bæta aðstöðu og auka framboð á fjölbreyttri hreyfingu fyrir öll börn í og utan skóla þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa og áhuga.
  • Hvatning um að fjölskyldan hreyfi sig saman.
  • Framboð á hollum mat og drykk, þar með talið grænmeti og ávextir, í skólum og tómstundastarfi.
  • þ Fræðsla og hvatning til foreldra og barna um holla lífshætti.

Það er margt sem er verið að gera hjá sveitarfélaginu en það er líka margt sem hægt er að gera betur. En það er líka margt sem við foreldrarnir getum gert því það hefur ?Allt áhrif, einkum við sjálf"

Öll hreyfing, jafnvel þótt lítil sé er betri en hreyfingarleysi !

Hvað geta foreldrar gert sem kostar ekkert ?

Það myndast oft hættuástand við skólana á morgnana því svo mörg börn eru keyrð í skólann. Byrjum á að hvetja krakkana að ganga eða hjóla í skólann og á æfingar. Sýnt hefur verið fram á að sú hreyfing sem ekki telst til íþrótta, en stunduð er daglega eins og að ganga eða hjóla í skólann eða ganga upp tröppur í stað þess að taka lyftuna skilar árangri. Ástundun leikja og útivist geta dregið úr narti barna en sjónvarpshorfi fylgir oft át. Hvetjum börnin til að vera úti að leika, förum saman í sund, út í fjöru notum nálægðina við náttúruna.

Byrjum á okkur sjálfum, verum með það þarf heilt bæjarfélag til að ala upp barn.

Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.