Nýir straumar í kennslufræðum annars tungumáls. Dr. Hetty Roessingh og dr. Anne Vermeer, frumkvöðlar í tungumálakennslu nýbúa, heimsóttu Ísland dagana 11. og 12. maí s.l. Þau tóku þátt í málþingi og héldu námskeið fyrir íslenska kennara þar sem þau sögðu frá helstu nýjungum í kennslu innflytjendabarna í heimalöndum sínum. Hægt var að fylgjast með málþinginu í gegnum vefsjónvarp og var dr. Hetty Roessingh með afar áhugaverðan fyrirlestur sem vakti verðskuldaða athygli. Enn er hægt að hlusta á fyrirlesturinn í vefsjónvarpinu ef farið er inn á veffang http://sjonvarp.khi.is/ inn á eldri fyrirlestra og þar á ?upptöku tvö" undir ?Nýir straumar í kennslufræðum annars tungumáls."
Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.