Fara í efni
06.02.2023 Fréttir

„Allir eru að vinna að því sama og þá myndast einhver samheldni“

Núna fyrir helgi birt vefsíðan Aldur er bara tala viðtal við þjálfara í heilsueflingarverkefni fyrir 65 ára og eldri í Eyjum. Þau ræddum líka við nokkra þátttakendur í verkefninu og heyrðum hvað þeir höfðu að segja um lífið í ræktinni og árangurinn af heilsueflingunni

Deildu

“Held þetta hafi alveg bjargað mér í gegnum veikindin við að ná upp þreki aftur”

Þorsteinn Ingi Guðmundsson sem verður 70 ára í vor er búinn að vera í tvö ár í heilsueflingunni og segist finna rosalegan mun “Annars hef ég alltaf hreyft mig mikið og labbað á hverjum degi. Það er mikill munur eftir að þetta kom sérstaklega að vetrinum til að geta æft inni” segir Þorsteinn.

Doddi í fótapressu undir leiðsögn Erlings Richardssonar þjálfara

Þorsteinn segir að á miðju tímabilinu hafi hann lent í veikindum og þá hafi verið svolítið erfitt að koma sér af stað aftur en það hafi þó gengið hratt og hann hafi verið kominn á fullt áður en hann vissi af og það hafi verið gott að geta byrjað. Ég held þetta hafi alveg bjargað mér í gegnum veikindin við að ná upp þreki aftur segir Þorsteinn.

Er er munur á mælingum ? Ég datt náttúrumlega aðeins niður en ég er búinn að ná því upp aftur, það er hellings munur og líkamlega hef ég breyst, það eru meiri vöðvar og minna skvap og fita. Þetta hefur færst til segir Þorsteinn kíminn. Og svo reynir maður að laga mataræðið líka því það er farið í gegnum það. Félagsskapurinn skiptir svo gríðarlega miklu máli, eins og yfir vetrarmánuðina þegar tíðarfarið er bölvanlegt og ekkert hægt að komast neitt. En í vondu veðrunum hefur maður þó alltaf reynt að berjast í göngur og við látið okkur hafa það.

Þorsteinn hætti að vinna fyrir 5 árum síðan, var á sjó í yfir 40 ár og var svo að halda utan um stéttarfélagið Jötunn í 4 ár. Meðan maður er sæmilega hress er líka gott að geta notið þess aðeins, það er of seint þegar maður er búinn að slíta sér alveg út segir Þorsteinn að lokum og heldur ótrauður áfram við æfingarnar.

Viðtal við fleiri þátttakendur og greinina í heild er hægt að lesa hér á aldurerbaratala.is