Fara í efni
05.06.2025 Fréttir

Afsláttur af fasteignagjöldum endurreiknaður

Við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025 lagði bæjarráð til þá breytingu á innheimtu fasteignagjalda að endurálagning yrði í júní ár hvert á alla flokka húsnæðis og var það samþykkt af bæjarstjórn.

Deildu

Afsláttur af fasteignagjöldum einstaklinga verður endurreiknaður núna í júní miðað við skattframtal síðasta árs. Endurreiknað er fyrir allt árið og getur það haft áhrif til hækkunar eða lækkunar fasteignagjalda sem dreifist jafnt á gjalddaga frá júní til nóvember.