Fara í efni
19.09.2005 Fréttir

Afreks - og rekstrarstyrkir 2005.

Björn Elíasson formaður MTV afhenti eftirtöldum félögum styrki við athöfn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar sl. föstudag. Starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs voru viðstaddir afhendinguna ásamt varaformanni MTV El
Deildu

Björn Elíasson formaður MTV afhenti eftirtöldum félögum styrki við athöfn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar sl. föstudag. Starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs voru viðstaddir afhendinguna ásamt varaformanni MTV Elliða Vignissyni og fl. gestum. Sjá ræðu formanns hér fyrir neðan.

Neðangreindar úthlutanir voru samþykktar á fundi menningar- og tómstundaráðs 23. ágúst 2005.

Afreksstyrkir og viðurkenningar:

  • ÍBV-íþróttafélag:
  • Íslandsmeistarar m.fl. kv. í handknattleik 450.000 kr. Bikarmeistarar m.fl. kv.í handknattleik 300.000 kr.
  • Bikarmeistarar m.fl. kv. í knattspyrnu 300.000 kr,
  • Evrópukeppni m.fl. karla í knattspyrnu 350.000 kr.
  • M.fl. karla knattspyrnu 2. sæti Íslandsmót 100.000 kr.
  • M.fl. kvenna knattspyrnu 2. sæti Íslandsmót 100.000 kr.

ÍBV-íþróttafélag samtals 1.600.000 kr.

  • Sundfélag ÍBV 60.000 kr.
  • Ungmennafélagið Óðinn 65.000 kr.
  • Golfklúbbur Vestmannaeyja 170.000 kr.
  • Fimleikafélagið Rán 50.000 kr.

Styrkur til Taflfélags Vestmannaeyja samþykkt á fundi menningar- og tómstundaráðs 13.09.05 170.000 kr

Samtals úthlutað nú 2.115.000 kr.

Rekstrarstyrkir:

  • ÍBV- íþróttafélag 937.000 kr.
  • Fimleikafélagið Rán 404.000 kr.
  • UMF Óðinn 180.000 kr.
  • Sundfélag ÍBV 189.000 kr.
  • Íþróttafélag Vestmannaeyja 145.000 kr
  • Golfklúbbur Vestmannaeyja 150.000 kr.
  • Íþróttafélagið Ægir 100.000 kr.

Samtals rekstrarstyrkir til greiðslu nú 2.105.000 kr.

Ræða Björns Elíassonar formanns MTV við athöfnina: Nú er rekstrar- og afreksstyrkjum úthlutað í fyrsta skiptið eftir nýjum viðmiðunarreglum menningar- og tómstundaráðs.

Eru þetta annars vegar viðmiðunarreglur rekstrarstyrkja vegna barna- og unglingastarfs félaga innan Íþróttabandalags Vestmannaeyja sem vísa í samstarfssamning á milli Vestmannaeyjabæjar og bandalagsins. Hins vegar viðmiðunarreglur vegna afreksstyrkja og viðurkenninga til afreksfólks frá Vestmannaeyjum. Reglur þessar voru samþykktar 20. apríl 2005 af bæjarstjórn.

Þá átti eftir að auglýsa eftir umsóknum og vinna úr þeim. Þetta hefur allt tekið sinn tíma og erum við því í seinna fallinu með úthlutunina. En framvegis mun afreksstyrkjum og viðurkenningum verða úthlutað í janúar í tengslum við kjör íþróttamanns eða konu ársins hjá félögum bandalagsins. En rekstrarstyrkir verða afhentir í maí til júní.

Í fárhagsáætlun fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir 2.105.000 kr. í rekstrarstyrk til íþróttafélaganna. Menningar- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum 23. ágúst að úthluta rekstrarstyrkjum til eftirtalda félaga fyrir árið 2005 að fenginni umsögn Íþróttabandalags Vestmannaeyja.

ÍBV- íþróttafélag sem er með 350 iðkendur og 20 keppnisflokka í handbolta og fótbolta. Félagið er með 18 unglingaþjálfara.

Fimleikafélagið Rán með um 180 iðkendur flestir yngri en 16 ára sem keppa í hinum ýmsum keppnisflokkum. Félagið er með 8 unglingaþjálfara.

Ungmennafélagið Óðinn með 70 iðkendur, taka þau þátt í hinum ýmsu mótum þrátt fyrir bága aðstöðu. Félagið er með 2 unglingaþjálfara

Sundfélag ÍBV með 50 iðkendur flestir 16 ára og yngri, hluti af hópnum æfir orðið 2x á dag. Æfingar eru allt árið og taka þau þátt í aldursflokkamótum um land allt. Félagið er með 3 þjálfara þar af einn allt árið.

Íþróttafélag Vestmannaeyja með 45 iðkendur í yngir flokkum með einn yngri flokk í móti. Félagið var með 3 þjálfara á síðasta ári.

Golfklúbbur Vestmannaeyja með um 120 iðkendur 16 ára og yngri í golfskóla á sumrin ekki skipulagðar æfingar yfir vetratímann. Félagið er með 4 þjálfara yfir sumartímann.

Íþróttafélagið Ægir heldur uppi æfingum fyrir fatlaða einstaklinga hér í bæ. Fara á 1 - 2 mót yfir veturinn.

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2005 eru til úthlutunar vegna afreksstyrkja og viðurkenninga til afreksfólks frá Vestmannaeyjum fyrir afrek unnin á árinu 2004 kr. 2.400.000. Til úthlutunar í dag eru 2.115.000 kr.

Stærstu afrekin á árinu 2004 voru Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitill meistaraflokks kvenna í handbolta og bikarmeistaratitill meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu ávann sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni með því að lenda í 2. sæti Íslandsmótsins. Kvennaliðið ÍBV í knattspyrnu endaði einnig í 2. sæti Íslandsmótsins. Tryggvi Hjaltason varð Íslandsmeistari í tugþraut 17- 18 ára 2004. Sveit meistaraflokks karla í Golfklúbbi Vestmannaeyja vann 2. deildina.

Eftirtalin félög i hafa hlotið styrk.

ÍBV- íþróttafélag, Fimleikafélagið Rán, Ungmennafélagið Óðinn, Sundfélag ÍBV, Golfklúbbur Vestmannaeyja.

Menningar- og tómstundaráð ákvað á fundi sínum 13. sept. að veita Taflfélagi Vestmannaeyja sérstakan styrk vegna fræbærs árangurs á síðasta ári og vegna öflugs barna- og unglingastarfs síðustu tvö árin.

A- sveit Taflfélags Vestmannaeyja vann sinn besta árangur frá því að félagið var stofnað 1926 þeir urðu í 3. sæti 1. deildar. Íslandsmótið er deildarskipt með fjórum deildum og eru 8 sveitir í fyrstu þrem en sú fjórða er opin öllum og tóku þar 26 sveitir þátt og átti TV tvær sveitir þar.

Síðustu tvö ár hefur orðið mikil fjölgun í félaginu þá sérstaklega í barna- og unglingaflokkum. Á síðasta ári æfðu á bilinu 50 - 60 börn hjá TV. Óhætt er að fullyrða að TV er í dag með einstaklega öflugt barna- og unglingastarf.

Á síðasta vetri eignaðist TV Íslandsmeistara í flokki 12 ára og yngir og urðu þrír aðrir á meðal 11 efstu. Einnig vann TV einstaklings og sveitakeppni grunnskóla á suðurlandi og sveit frá þeim varð í 3. sæti á Íslandsmóti barna. Síðast og ekki síst hefur TV staðið fyrir miklu skákævintýri í Eyjum síðustu tvö ár fyrir 16 ára og yngri. Hafa þátttakendur verið vel á annað hundrað.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.