Fara í efni
14.07.2023 Fréttir

Áframhaldandi samstarfssamningur vegna fjölþættrar heilsueflingar 65+ í Vestmannaeyjum

 Vestmannaeyjabær er afar stoltur af því að geta tilkynnt að sveitarfélagið og Janus – heilsuefling hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið “Fjölþætt heilsuefling 56+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa”. 

Deildu

Verkefnið er búið að vera starfsrækt í Vestmannaeyjum í um fjögur ár með góðum og jákvæðum árangri. Markmið þess er að stuðla að bættri heilsu og lífsgæði eldri aldurshópa, draga úr útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og vera fyrirmynd að heilsutengdum forvörnum. Verkefnið byggir á doktorsverkefni dr. Janusar Guðlaugssonar, íþrótta- og heilsufræðings. Hann í samstarfi við hæfa aðila í Vestmannaeyjum stýra verkefninu. Mjög ánægjulegt er að sjá hversu margir þátttakendur eru í verkefninu og einnig sá góði árangur sem hópurinn í Eyjum hefur náð.

Vestmannaeyjabær vill þakka Janusai og hans starfsfólki fyrir þeirra framlag til heilsueflingar í Eyjum, einnig gott samstarf við HSU í Vestmannaeyjum og sérstakar þakkir til þátttakenda í verkefninu.

Athygli er vakin á því að boðið verður upp á kynningu á verkefninu fyrir nýjum þátttakendum um miðjan ágúst og verður það auglýst síðar.