Fara í efni
25.06.2012 Fréttir

Afmælishátíð í Safnahúsi

Samfelld afmælishátíð í Safnahúsi dagana 30. júní -8. júlí 2012 í tilefni af 150 ára afmæli Bókasafns Vestmannaeyja og 80 ára afmæli Byggðasafns Vestmannaeyja.
Deildu
 
Laugardagurinn 30. júní
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Hátíðardagskrá í Einarsstofu vegna 150 ára afmælis Bókasafns Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri:  Ávarp.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður: Mark og mið Lestrarfélags Vestmannaeyja.
Dr. Ágúst Einarsson prófessor og fyrrverandi rektor: Hin nýja atvinnuháttabylting og Bókasafn Vestmannaeyja.
Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis: Kjötbollur og kúltúr.
Matthías Johannessen skáld og dr. Pétur Pétursson prófessor : Kynning á samstarfsverkefni um Davíðssálma Jóns Þorsteinssonar píslarvotts.
Afhjúpun nýs merkis Bókasafns Vestmannaeyja. Hönnuðurinn, Gunnar Júlíusson, útskýrir hugmyndafræðina.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
16:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
Í tilefni afmælisvikunnar er boðið upp á ókeypis bókasafnsskírteini í bókasafninu fyrstu vikuna í júlí. Hægt er að fá skírteinið ókeypis í eitt ár eða framlengja um ár ókeypis. Eina skilyrðið er að mæta á staðinn!
Afmælisdagskráin er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Menningarráði Suðurlands og Sparisjóði Vestmannaeyja.

 
Sunnudagurinn 1. júlí
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Dagskrá í Einarsstofu um rannsóknir á menningararfi Vestmannaeyja.
Sigurður E.  Vilhelmssonar formaður Söguseturs 1627: Menningarsagan – mestu verðmæti hvers byggðarlags.
 
Dr.  Már Jónsson prófessor: Eftirlátnar eigur alþýðufólks í Eyjum á 19. öld.
Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur: Fornleifar í landi Vestmannaeyja.
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í RA: Ímyndasköpun í Evrópu á dögum „Tyrkja“ránsins.
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingarseturs: Lokaorð.
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
 
Mánudagurinn 2. júlí
Í Einarsstofu eru myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Fágætisbókasafn Sveins Jónssonar dregið fram, ásamt munum úr eigu fjölskyldunnar, nú á byggðasafni.
13:00 Dagskrá í Einarsstofu til heiðurs Sveini Jónssyni elsta í Völundi, Guðrúnu Runólfsdóttur  og Júlíönu Sveinsdóttur listakonu.
Kristín Bragadóttir doktorsnemi í sagnfræði: Ástríðufullur bókasafnari.
Hrafnhildur Schram listfræðingur: „Ég vil heldur barninginn í náttúrunni.“
Bergljót Leifsdóttir Mensuali ferðatæknir:  Æviágrip um Svein Jónsson langafa minn, Guðrúnu Runólfsdóttur langömmu mína og stofnun Völundar h.f.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
 
 

 
Þriðjudagurinn 3. júlí
Í  Einarsstofu er sýningin Bókaveröld barnanna.
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda kima handan harðlæstra geymslna.
15:00 Ingólfsstofa. Kaffi með fyrrverandi starfsmönnum.
 
Miðvikudagurinn 4. júlí
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda kima handan harðlæstra geymslna.
15:00 Einarsstofa. Opinn kynningarfundur um bók Árna Árnasonar símritara. Kallað eftir leiðréttingum, myndum af bjargveiðimönnum o.fl.
 
 Fimmtudagurinn 5. júlí
12:00 Súpufundur í Sagnheimum, byggðasafni.
12:15 Una Margrét Jónsdóttir þáttagerðastjórnandi: Allir í leik, allir í leik.
13:30 „Gömlu“ leikirnir á Stakkó, í samvinnu við leikskólana og miðbæjarverði. Opið börnum á öllum aldri.
 
 
Föstudagurinn 6. júlí
15:00 Ingólfsstofa: Opinn fundur með Atla Ásmundssyni ræðismanni Íslands í Kanada og félagi áhugamanna um rannsóknir á sögu Vestmannaeyinga í Vesturheimi og afkomenda þeirra.
16:00 Einarsstofa. Opnun á sýningu Jóns Óskars.
 
 

 
Laugardagurinn 7. júlí
16:00 Hátíðardagskrá í Sagnheimum vegna 80 ára afmælis Byggðasafns Vestmannaeyja.
 
Elliði Vignisson bæjarstjóri: Ávarp.
Þórður Tómasson í Skógum: Fetað til fortíðar.
 
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólameistari: Eyjólfur frá Bessastöðum.
 
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingaseturs: Byggðasafnið í fortíð og nútíð.
 
Árni Sigfússon bæjarstjóri: Tíminn og taurullur hvunndagshetjanna.n.
 
Kristín og Víglundur Þorsteinsbörn og dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor kynna myndbandsupptöku frá árinu 1981, þar sem Þorsteinn Þ. Víglundsson gengur um sali Byggðasafns og lýsir því sem fyrir augu ber. Spilaður er 10 mín. bútur.
 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
18:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
 
 
Sunnudagurinn 8. júlí – Íslenski safnadagurinn – ókeypis aðgangur að byggðasafni
15:00 Ljóðadagskrá í Einarsstofu.
Pjetur Hafstein Lárusson les úr nýútkomnu ljóðasafni sínu.
16:00 Kaffi og dagskrárlok.
11:00-17:00 Á Byggðasafni er sýnd myndbandsupptaka þar sem Þorsteinn Þ. Víglundsson gengur um sali Byggðasafns árið 1981 og lýsir því sem fyrir augu ber. Myndbandið rúllar allan daginn.
 

 
Afstaðið á afmælisári:
·         Jólasýning Steinunnar Einarsdóttur í Einarsstofu til 5. janúar.
·         5. janúar: Málverkasýning Sigurdísar Arnarsdóttur í Einarsstofu opnar.
·         7. janúar: Sögur af huldufólki og tröllum í kjallara Safnahúss.
·         23. janúar: Eldgos – aflvaki sagna og sigra. Sýning í Einarsstofu úr listasafni, byggðasafni og skjalasafni opnar.
·         20. febrúar: Velkomin sértu góa mín – að þreyja þorrann og góuna. Sýning í Einarsstofu úr listasafni, skjalasafni, bókasafni og byggðasafni opnar.
·         23. mars.: Málverkasýning Sigurgeirs Jóhannssonar í Einarsstofu opnar.
·         24. mars.: ,,Vinir í vestri“. Erindi Atla Ásmundssonar ræðismanns Íslands í Kanada í Einarsstofu. Hungurvaka, sýning skjala, bóka og mynda sem tengjast Vesturförum.
·         4. apríl: Páskasýning í Einarsstofu: Málverkasýning Ragnars Engilbertssonar opnar.
·         19. apríl.: Sumardagurinn fyrsti – opið hús í Eianrsstofu. Sýnishorn af myndum Júlíönu Sveinsdóttur, dagskrá 2. júlí um Svein í Völundi og Júlíönu kynnt.
·         20. apríl: Málverkasýning í Einarsstofu: Opnuð sýning mynda í eigu bæjarins eftir Engilbert Gíslason.
·         12. maí: Bryggjan í Sagnheimum, byggðasafni. ,,Draumur hins djarfa manns“. Erindi Rósu Margrétar Húnadóttur frá Síldaminjasafni Íslands um sjómannalögin.
·         2.-3. júní: Sjómannadagshelgin. Sýning í Einarsstofu á myndum úr listasafni sem tengjast sjómennsku. Bryggjan í Sagnheimum, byggðasafni. Guðgeir Matthíasson segir sögur úr fiskvinnslu og sjómennsku á bryggju Sagnheima og Finnur þenur nikkuna. Spilaðar gamlar upptökur úr safni Árna Árnasonar símritara frá sjómannadegi 1956.
·         17. júní: Sýningin Bókaveröld barnanna í Einarsstofu í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja.
Framundan á afmælisári:
·         17. júlí 385 ár frá Tyrkjaráni
·         26. ágúst: Böðvar Guðmundsson rithöfundur og Vesturfararnir
·         8. september: Ljósmyndasafn Óskars Björgvinssonar.
·         6. október: Arnar Sigurmundsson kynnir námskeiðið Húsin í hrauninu sem haldið er í tilefni 10 ára afmælis Visku. Erindið er haldið í Einarsstofu þar sem sett verður upp sýning með listaverkum af húsum og umhverfi sem fór undir hraun.
·         13. október: Útgáfa bókar Árna Árnasonar símritara.
·         2. – 4. nóvember:  Safnahelgin. Gylfi Ægisson, Örlygur Kristleifsson
·         24. nóvember: Hannes lóðs og sjómennska fyrri tíma.
·         4. des. Tónlistar- og sálmaarfur Vestmannaeyinga kynntur í tónum og tali.
·         Nóvember/desember: Perlur listasafns Vestmannaeyja. Sýnd eru dýrmætustu listaverkin fram að jólasýningu.
·         Desember. Jólasýning Safnahúss.
·         23. janúar 2013. Myndlistarverkefni barna. Unnið á skapandi hátt upp úr eldgosamynd Steinunnar Einarsdóttur.