Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að skilmálum landnotkunarreita Óbyggðs svæðis ÓB-3 og Hverfisverndarsvæðis H-9 verði breytt til að gera ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstað.
Tillagan var auglýst á tímabilinu 10. mars til 21. apríl 2025 ásamt tillögu að Deiliskipulagi Eldfells og umhverfismatsskýrslu. Íbúafundur vegna málsins var haldinn þann 28. mars 2025. Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi á auglýsingartímanum.
Auk þess barst undirskriftarlisti í afgreiðslu Ráðhúss með 602 nöfnum þar sem „fyrirhugaðri röskun á ásýnd Eldfells og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverksins“ er mótmælt. Fjallað var um undirskriftarlistann við afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði.
Samþykkt sveitarstjórnar ásamt afgreiðslu og samantekt umsagna og viðbragða við þeim er hægt að nálgast hér að neðan.
