Fara í efni
07.12.2010 Fréttir

Aðstoðarskólastjórastaða við GRV

Í Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra, frá 1. jan 2011.
Deildu
Stjórnunarreynsla, skilvirkni og markviss vinnubrögð, kennsluréttindi, hæfni og lipurð í samskiptum, drifkraftur og áhugi á að gera góðan skóla enn betri, nauðsynlegir þættir. Frekari menntun í uppeldis- og kennslufræðum og/eða stjórnun menntastofnana æskileg. Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru um 580 nemendur. Skólinn starfar eftir Oweusaráætluninni og er að innleiða Uppeldi til ábyrgðar. Laun eru greidd skv. kjarasamningi KÍ og LN. Umsóknarfrestur er til 20.des. nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar í Ráðhús Vestmannaeyjabæjar eða á netfang Fanneyjar Ásgeirsdóttur skólastjóra, fanney@grv.is. Hún veitir jafnframt nánari upplýsingar um starfið í síma 488-2300 og 846-4797.