Fara í efni
02.03.2022 Fréttir

Aðstaða til sjósunds í Vestmannaeyjum

Mikill sjósundsáhugi er á Íslandi og eru Vestmannaeyjar ekki þar undanskilin. 

Deildu

ndanfarin misseri hafa margir Eyjamenn og gestir stundað sjósund úr Klaufinni/Höfðavík. Umræða hefur verið um að bæta þurfi aðstöðu sem mun nýtast heimamönnum og ferðamönnum sem hingað koma. Yrði þetta enn eitt aðdráttaraflið fyrir Vestmannaeyjar ef af yrði. Auglýst var eftir hugmyndum um aðstöðu til sjósunds í Klaufinni/Höfðavík og skilaði Undra ehf. inn hugmynd að aðstöðu á því svæði. Meðfylgjandi eru myndir af þeim hugmyndum sem liggja fyrir. Á næsta fundi bæjarstjórnar mun hugmyndin vera til umfjöllunar.