Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir skv. 2 mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Tillagan gerir ráð fyrir að landssvæði kirkjugarðs U-4 er stækkað um 9.000m2 til austurs og suðurs á kostnað íbúðarsvæðis IB-3.
Tillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is, frá og með föstudeginum 8. des. 2006.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. des. 2006.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilgreinds frests telst samþykkur henni.
Vestmannaeyjum, 8. des. 2006.
Elliði Vignisson bæjarstjóri
-