Þessi spurning var rædd á vinnufundi í Hamarsskóla sem haldinn var að frumkvæði Skólaskrifstofunnar. Rætt var um spurninguna út frá jákvæðum og neikvæðum áhrifum á faglega, félagslega og fjárhagslega þætti. Afrakstur fundarins verður birtur í bæjarblöðunum við fyrsta tækifæri og verður vonandi til þess að fá í gang fjörugar umræður í bænum. Þegar jafn mikilvægt málefni og þetta ber á góma er nokkuð víst að sitt sýnist hverjum. Því eru bæjarbúar hvattir til að ræða málin og láta skoðanir sínar í ljós. Einn liður í því, að gefa sem flestum tækifæri til að tjá sig um þessa spurningu, er að sett hefur verið upp netfang sem bæjarbúar geta notað til að koma hugmyndum sínum og rökstuddum skoðunum á framfæri við fræðsluyfirvöld. Í framhaldi af því eru bæjarbúar eindregið hvattir til að láta heyra frá sér um þetta mál.
Netfangið er skolamal@vestmannaeyjar.is.
Fræðslufulltrúi