Fjölbreytt dagskrá var í boði þennan dag og fengum við góða gesti til okkar frá fastalandinu. Forseti Ísland heimsótti okkur og fór hann á margastaði í fylgd forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra. Forsetinn átti gott spjall við ungmennin í Framhaldskólanum í Vestmannaeyjum um lýðræði, heimsótti dagdvöl aldraðra og heimilisfólk á Hraunbúðum ásamt því að fara í heimsókn á Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum. Þar fékk hann góða leiðsögn um starfsemina sem á sér stað þar. Eins heimsótti hann Grunnskóla Vestmannaeyja og kynnti sér þróunarverkefnið ,,Kveikjum neistann“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra f og Ásgrímur L. Ásgrímsson heimsóttu okkur einnig í tilefni dagsins og tóku þátt í dagskránni.
Blysför og minningarathöfn í Eldheimum var síðan loka hnikkurinn í dagskrá þessa dags þar sem Séra Viðar Stefánsson fór með blessunarorð áður en gangan lagði af stað. Á minningarviðburðinum í Eldheimum í kjölfar göngunnar ávörpuðu Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannes, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gesti minningarathafnarinnar. Tónlistina á á viðburðinum var í höndum þeirra Helga Bryndís Magnúsdóttir og Silja Elsabet Brynjarsdóttir.
Vestmannaeyjabær þakkar bæjarbúum fyrir þátttökunni í viðburðum.
