Fara í efni
09.03.2021 Fréttir

5 ára deildin heimsótti Hraunbúðir

Í síðustu viku fengu Hraunbúðir skemmtilega heimsókn frá 5 ára deildinni og sungu þessi krútt fyrir okkur nokkur lög.

Deildu

Við hlökkum til að fá börn reglulega í heimsókn til okkar eins og hefðin hefur verið síðustu ár ef undan er skilið síðasta ár en þau komu þó nokkrum sinnum í gluggaheimsóknir meðan veiran gekk yfir. Við höfum lagt mikið upp úr því að fá það sem er að gerast úti í samfélaginu inn til okkar og meðal þess eru tónlistarföstudagarnir, myndasýningar, myndlistasýningar og heimsóknir utanaðkomandi aðila. Við sýnum ykkur líka brot af því sem verið er að bardúsa í dagdvölinni en hugmyndavinnan þar er á heimsmælikvarða og ávallt gleði í fyrirrúmi.

- Hraunbúðir-