Fara í efni
16.06.2010 Fréttir

Dagskrá 17. júní 2010

Deildu
DAGSKRÁ   -  17. JÚNÍ 2010
 
 
Fimmtudagur   17. JÚNÍ
Kl. 09.00 Fánar dregnir að húni í bænum.
 
Kl. 10.30 Hraunbúðir
                 Fjallkonan – Thelma Sigurðardóttir flytur hátíðarljóð
                 Tónlistaratriði - Sólveig Unnur og Védís m.m. 
                               
 
Kl. 13.20 safnast saman við Íþróttamiðstöðina fyrir skrúðgöngu
Kl. 13.30 Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu og Hásteinsveg að Stakkó. Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja og fleirum.
 
 
Kl. 14.00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni.
Formaður bæjarráðs og fræðslu- og menningarráðs Páley Borgþórsdóttir setur hátíðina og flytur hátíðarræðu.
Fjallkonan – Thelma Sigurðardóttir  flytur hátíðarljóð.
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur
Ávarp nýstúdents Hjalta Pálssonar
Verðlaunaafhending fyrir þátttöku í fjölskylduhelgi fjölskyldu- og fræðslusviðs um hvítasunnuhelgina. 
Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.
Alexander Jarl Þorsteinsson leikur og  syngur.
Védís og Sólveig Unnur leika og syngja.
Hljómsveitin Júníus Meyvant.
Leikfélag Vestmannaeyja stendur fyrir andlitsmálun, leikjum, glens og gaman á Stakkó.
Kynnir Zindri Freyr Ragnarsson.
 
 
Kl. 15.00   Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir vistmenn og hátíðargesti           
 
 
Kl. 17.00 “Horfnir veðurvitar” ljósmynda- og vatnslitamyndasýning Ástþór Jóhannssonar í Svölukoti. Helga og Arnór taka lagið.
Sýningin er einnig opin föstudag – sunnudags kl. 14.00 – 17.00
 
 
 Föstudagurinn 18. júní - 7 tinda ganga Hafdísar
Kl. 21.00 Tjörnin í Herjólfsdal
Lagt verður á Dalfjall, þaðan yfir Eggjar niður Hánna, upp Klif, Heimaklett, Eldfell, Helgafell og Sæfell.
Engin skylda er að ganga á öll fjöllin, hver og einn velur það sem hentar.
Mælt með að hafa nesti og vera í góðum gönguskóm.
Þátttökugjald kr. 2000.- sem rennur óskipt til Krabbavarnar Vestmannaeyjum.
 
   
Þjóðhátíðargestir athugið !
 
Kvenfélagið Líkn verður með veitingasölu í Akóges frá kl. 14.00.
 
Sundlaug Vestmannaeyja er opin   10.00 – 13.00  17. júní
 
 
Byggðasafn opið 14.00 – 17.00
Fiska – og náttúrugripasafnið opið 11.00 – 17.00
 
Verði veður ekki hagstætt flyst auglýst dagskrá inn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar, það yrði auglýst sérstaklega í hádegisútvarpi þann 17. júní.
 
 
 
Hvetjum bæjarbúa til að fjölmenna!!
 
  
 
Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar.