Fara í efni
22.11.2024 Fréttir

12.124 blaðsíður í lestrarátaki Lubba

Þann 1. nóvember ár hvert stendur leikskólinn Kirkjugerði fyrir lestrarátaki Lubba

Deildu

Átakinu lauk á Degi íslenskar tungu þann 16. nóvember. Átakið fólst í því að foreldrar lásu heima fyrir börn sín og skiluðu inn Lubbabeinum fyrir hverja bók sem lesin var.

Í ár lásu nemendur og foreldrar í skólanum 673 bækur sem gerðu samtals 12.124 blaðsíður.

Degi íslenskar tungu var svo fagnað í salnum á mánudaginn þar sem Kristín Edda deildastjóri á Stafsnesvík lék þjóðsöguna um Gilitrutt í formi skuggaleikhúss fyrir nemendur og kennara.