Fara í efni
17.02.2006 Fréttir

100 ára afmæli velbátaútgerðar í Vestmannaeyjum.

Sýningar á Byggðasafni Vestmannaeyja og í nýju Galleríi á Kaffi Kró opnaðar í dag að viðstöddum sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnssyni og öðrum góðum gestum. Híf Gylfadóttir safnvörð
Deildu

Sýningar á Byggðasafni Vestmannaeyja og í nýju Galleríi á Kaffi Kró opnaðar í dag að viðstöddum sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnssyni og öðrum góðum gestum.

Híf Gylfadóttir safnvörður Byggðasafnsins bauð gesti velkomna og í framhaldi af því flutti Friðrik Ásmundsson fv. Skólastjóri Stýrimannaskólans og einn af aðstandendum sýninganna hátíðarræðu. Sjávarútvegráðherra flutti síðan einkar fróðlega ræðu um upphaf vélbátaútgerðar á Íslandi og því næst flutti bæjarstjóri Vestmannaeyja stutta tölu og opnaði síðan sýninguna formlega. Gestum var boðið upp á hressingu á eftir. Gestir héldu síðan niður í Kaffi Kró og þar var önnur opnum. Það er margt áhugaverðra muna og skjala sem ber fyrir augum á þessum sýningum báðum. Má nefna lifandi myndir frá upphafsárunum, myndir og blaðagreinar sem leiða okkur betur inn í tíðarandann og fl. Kristín Jóhannsdóttir þakkaði Friðriki Ásmundssyni, Magnúsi Bjarnasyni og Sigmund G. Einarssyni sérstaklega.

Sigtryggur Helgason hefur lánað fjöldann allan af bátslíkönum sem einkar skemmtilegt er að berja augum. Á næstu vikum munu skólabörn fjölmenna á sýningastaðina og verður það þáttur í skólastarfinu. Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi ásamt skólastjórum bæjarins hafa haft veg og vanda að þeirri skipulagningu.

Það eru ÚtvegsbændafélagsVestmannaeyja, Viking Tours, SS Verðandi, Vélstjórafélag Vestmannaeyja og starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjr sem undirbjuggu og höfðu samstarf að koma þessum sýningum á koppinn.

Sigmund G. Einarsson og fjölskylda hans hafa opnað skemmtilegt gallerí í vesturskemmu Kaffihússins í tilefni af þessari sýningu og geta gestið að aflokinni heimsókn sest niður og fengið sér kaffi eða heitt súkkulaði ásamt meðlæti og horft á kvikmynd sem er gangandi og sýnir okkur atvinnustarfshætti og ýmislegt frá þessum tíma.

Um leið og við hjá fræðslu- og menningarsviði þökkum öllum sem að undirbúningi komu viljum við hvetja bæjarbúa til að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara.

Andrés Sigurvinsson

framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.