Þetta er samstarfsverkefni Vestmannaeyjabæjar og GRV. Myndirnar eru einstaklega jólalegar og þrjár þeirra voru dregnar út til að prýða jólakort Vestmannaeyjabæjar til starfsmanna jólin 2022. Sýningin verður opin föstudag 10-18 og á laugardag er Bókasafnið opið 11-14 og Sagnheimar 13-16 og þar með sýningin líka
Öll velkomin!
