Fara í efni
24.11.2023 Fréttir

1. bekkur í heimsókn í Ráðhúsinu

Sú hefð hefur skapast að 1. bekkur GRV hefur teiknað jólamyndir á gjafakort Vestmannaeyjabæjar.

Deildu

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti 1. bekk í heimsókn í Ráðhúsinu nú á dögunum og sagði börnum frá starfseminni hjá Vestmanneyjabæ og hvaða hlutverki bæjarstjórn gegnir. Börnin hlustuðu áhugasöm og fengu tækifæri til þess að spyrja hana spurninga.

Þetta er samstarfsverkefni Vestmannaeyjabæjar og GRV. Myndirnar eru einstaklega jólalegar og þrjár þeirra voru dregnar út til að prýða jólakort Vestmannaeyjabæjar til starfsmanna jólin 2023. Allar myndirnar sem teiknaðar voru verða til sýnis í Safnahúsinu en sýningin opnar þriðjudaginn 28. nóvember. Safnahúsið er opið alla virka daga frá 10-17 og laugardaga frá 12-15. Hvetjum alla til þess að líta við á þessa skemmtilegu sýningu.