Góð þátttaka var í Eldvarnagetrauninni. Nöfn 33 barna víðs vegar af landinu hafa verið dregin úr innsendum lausnum.Eitt barnana var héðan úr Eyjum Aron Stefán Ómarsson.. Hann mætti á slökkvistöðina þann 7. Febrúar 2014. Þar sem veðrið var svo gott þennan dag var farið inn í Herjólfsdal þar sem viðurkenning og verðlaun voru afhent.
Við í slökkviliði Vestmannaeyja viljum þakka öllum 8 ára börnum í Eyjum fyrir veitta aðstoð í eldvörnum á heimilum.