Fara í efni
03.04.2014 Fréttir

Vélstjóri Lóðsinn

Vestmannaeyjahöfn auglýsir eftir vélstjóra á Lóðsinn.
Vélstjóri Lóðsins ber ábyrgð á rekstri vélbúnaðar hafnsögu- og vinnubáta Vestmannaeyjahafnar.  
 
 
 
 
Deildu
Að bátarnir séu tilbúnir til notkunar þegar á þarf að halda og skipuleggur viðhaldsverkefni í samstarfi við yfirmann og skipstjóra. Sinnir almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar og þess búnaðar sem fylgir starfsemi Vestmannaeyjahafnar. Sinnir hafnarvernd. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.
 
Hæfniskröfur:
Umsækjandi skal hafa réttindi til að sinna vélstjórn á skipum með 1500 KW aðalvél og hafa gilt skírteini frá Slysavarnaskóla sjómanna.
 
Laun eru skv kjarasamningi STAVEY og Launanefndar sveitarfélaga.
 
Nánari upplýsingar gefur Sveinn R Valgeirsson skipstjóri í síma 892-1320.
 
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is fyrir 20.apríl nk.