Fara í efni
03.07.2015 Fréttir

Númerslausa bíla burt, átak með Vöku

Deildu
Á næstunni hefst vinna við að fjarlægja númerslausar bifreiðar af lóðum og götum bæjarins.
Búið er að líma aðvörunarmiða á bifreiðarnar með lokafresti til að fjarlægja þær.
Fyrirtækið Vaka ehf, mun fjarlægja þær bifreiðar sem enn eru til staðar og það á kostnað eigenda bifreiðanna. Bifreiðarnar verða fluttar í Vökuportið í Reykjavík. Kostnaður við að fjarlægja eina bifreið er verulegur.
Skorað er á viðkomandi að klára sín mál svo ekki komi til aðgerða.