Fara í efni
10.09.2014 Fréttir

Komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja 2014

Nú þegar síðasta skemmtiferðaskipið þetta árið er farið frá Vestmannaeyjahöfn koma hér nokkrar tölulegar staðreyndir fyrir sumarið 2014.
 
 
Deildu
 Fyrsta skipið, Voyager, hafði hér viðkomu 21.maí og síðasta skipið, Bremen var hér í höfn 7.september. Alls voru komur skemmtiferðaskipa 22 þetta árið og með þeim komu 8472 farþegar. 17 skip komu að bryggju og með þeim skipum 4637 farþegar en 5 skip lögðust á legu en með þeim komu 3835 farþegar. Sum skipin komu oftar en einu sinni Le Austral kom fjórum sinnum með rúmlega 200 farþega í hverri ferð. Stærsti einstaki dagurinn var 5.ágúst en þá komu tvö skip, Prinsedam lagðist að bryggju með 823 farþega og Veendam lá á legu með 1292 farþega. Prinsedam er jafnframt stærsta skip sem komið hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, 39 þúsund brúttótonn og 205 metra langt. Til samanburðar þá er Herjólfur 69 metra langur og 3354 brúttótonn.
Ljóst er að mikil aukning er í komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja og eiga 40 skip pantað pláss á næsta ári.