Fyrsta skipið, Voyager, hafði hér viðkomu 21.maí og síðasta skipið, Bremen var hér í höfn 7.september. Alls voru komur skemmtiferðaskipa 22 þetta árið og með þeim komu 8472 farþegar. 17 skip komu að bryggju og með þeim skipum 4637 farþegar en 5 skip lögðust á legu en með þeim komu 3835 farþegar. Sum skipin komu oftar en einu sinni Le Austral kom fjórum sinnum með rúmlega 200 farþega í hverri ferð. Stærsti einstaki dagurinn var 5.ágúst en þá komu tvö skip, Prinsedam lagðist að bryggju með 823 farþega og Veendam lá á legu með 1292 farþega. Prinsedam er jafnframt stærsta skip sem komið hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, 39 þúsund brúttótonn og 205 metra langt. Til samanburðar þá er Herjólfur 69 metra langur og 3354 brúttótonn.
Ljóst er að mikil aukning er í komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja og eiga 40 skip pantað pláss á næsta ári.