Framtíðarsýn og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar.
Markmiðið er að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Nemendur skólanna munu fá skjal afhent, þar sem helstu áhersluatriði framtíðarsýnarinnar eru tíunduð. Þeir, ásamt forráðamönnum, eru beðnir að skrifa undir skjalið og hengja það upp á heimilum sínum til að staðfesta að þeir styðji framtíðarsýnina og vilji leggja sitt af mörkum til að hún gangi eftir. Bæjarbúar allir eru hvattir til að styðja við skólana með ráðum og dáð með jákvæðri og hvetjandi umfjöllun.
Allir þeir, sem komu að gerð framtíðarsýnarinnar og lögðu til málanna, fá miklar þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu og vinnuna sem þeir lögðu fram. Óskin er sú að þessi vinna skili börnum og ungmennum í Vestmannaeyjum auknum árangri, metnaði, og færni til framtíðar.
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi