Félagar Kíwanisklúbbsins Helgafell komu á slökkvistöðina nú fyrir jólin færandi hendi afhentu slökkviliðsstjóra veglega peningagjöf upp í kaup á nýjum bílaklippum sem liðið sárvantaði, en gömlu klippurnar voru löngu úreldar hafa félagasamttök í bænum verið slökkviliðinu góður bakhjarl við endurnýjun á ýmsum búnaði í gegnum árin og eiga þessi félög miklar þakkir skildar.
Þá var einnig mikið um að vera hjá okkur í liðinu vegan aldar afmælis slökkviliðsins. Við tókum að okkur að gera upp elsta slökkvibílinn sem er Cervolet International árgerð 1929 það komu margir hagleiksmenn hér í Eyjum að því verki, og tókst það vel. Og á goslokunum var bæjarbúum boðið á slökkvistöðina þar var búið að koma upp sýningu úr starfi slökkviliðsins og slökkviliðsmenn voru með veitingar fyrir bæjarbúa. Síðan var allur bílaflotann sýndur og farið í akstur um bæinn með elsta slökkvibílinn í forystu.
Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá olíufélugum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 12 skipti á árinu.Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 43 á árinu, einnig voru gerðar 7 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur tæplega 50 grunnskólabörn og kennarar á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól,þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.
Mikið var af heimsóknum á slökkvistöðin á árinu bæði komu gestir af fastalandin og einnig heimafólk til að skoða okkar búnað og kynnast okkar starfi.
Vestmannaeyjar 08. Jan 2014.
Ragnar Þór Baldvinsson Slökkviliðsstjóri.