Meðal áhugaverðra viðgangsefna í nýju aðalskipulagi eru ný höfn við Eiðið og í Skansfjöru, þétting byggðar við miðbæ, athafnasvæði við flugvöllinn og rammaskipulag fyrir ferðaþjónustu.
Tillagan er sett fram með uppdráttum, umhverfisskýrslu og greinargerð og er nú þegar aðgengileg hjá umhverfis-og framkvæmdasviði Skildingavegi 5 og á heimasíðu bæjarins http://vestmannaeyjar.is/is/page/skipulagsmal
Vakin er athygli á því að um er að ræða kynningu á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr.123/2010 og er öllum er frjálst að senda inn ábendingar um innihald tillögunnar meðan hún er enn á vinnslustigi. Óskað er eftir því að ábendingar berist í síðasta lagi 21 júní á netfang bæjarins
900skipulag@gmail.com eða til umhverfis-og framkvæmdasviðis Skildingavegi 5.
Skipulagsfulltrúi