Fara í efni

Skipulagsmál í kynningarferli

Hér fyrir neðan má finna þau skipulagsmál sem eru í kynningarferli.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 25. nóvember 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulag Hafnarsvæðis H-1 og Miðsvæðis M-1 norðan Strandvegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Strandveg 44. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna uppbyggingar við Strandveg 44 var áður auglýst á tímabilinu 16. apríl - 28. maí 2025. Að auglýsingu lokinni lagði umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fram fyrirmæli um breytingar á deiliskipulagtillögunni og er tillaga að breyttu deiliskipulagi nú auglýst á nýjan leik skv. viðbrögðum ráðsins.

Tillagan felur í sér að núverandi bygging verði rifin og þess í stað reist nýbygging á fjórum hæðum ásamt bílakjallara með allt að 14 stæðum. Fjórða hæð er inndregin til suðurs og norðurs skv. uppdrætti.

Hlutverk jarðhæðar mun vera þjónustutengdur atvinnurekstur og mun að hluta rýma ramp að bílakjallara en núverandi bensínstöð er víkjandi. Á annarri til fjórðu hæð verða íbúðir og mun bílakjallari þjóna íbúðum með innkeyrslu frá Skólavegi.

Áætlaður fjöldi íbúða er 12-14. Gert er ráð fyrir bílastæðum í bílakjallara og á lóð auk samnýtingu almennra bílastæða á miðsvæði. Stærð byggingarreitar eykst frá 56 m2 í 466 m2 og heildar byggingarmagn ofanjarðar verður 1690 m2

Breyting þessi mun hafa jákvæð áhrif á heildarásýnd svæðisins þar útlit á Strandvegi 44 mun eftir breytinguna vera í betra samræmi við nálægar byggingar. Einnig mun öryggi gangandi vegfarenda aukast en gert er ráð fyrir gangstétt  sunnan við húsið. 

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 1666/2025

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eigi síðar en 26. janúar 2026.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 25. nóvember 2025 að fela skipulagsfulltrúa að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 skv. skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að breyttu Deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Laxey ehf. áformar að auka umfang framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í 42.000 tonn á ári ásamt áformum að reisa seiðaeldisstöð í Viðlagafjöru. Megin markmið framkvæmdarinnar er að skapa aukið rými fyrir landeldi á svæðinu og efla fiskeldi sem atvinnugrein í Vestmannaeyjum.

Með breytingu á aðalskipulagi er áætlað að stækka iðnaðarsvæðið I3 í Viðlagafjöru til að auka við athafnasvæði fiskeldis sem þar er starfrækt. Stækkunin iðnaðarsvæðisins nær yfir meginhluta efnistökusvæðis sem er nyrst í Viðlagafjöru eða sem nemur 4,16 ha, úr 16,64 ha í 20,8 ha. Efnistökusvæði E-1 er fellt út og mörk við svæði Óbyggð svæðis ÓB-3 breytast lítillega. 

 

 

Í gildandi Deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru eru skilgreindar tvær lóðir og er uppbygging á annarri þeirra, lóð 1, langt á veg komin. Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir nýrri lóð, lóð 3, nyrst á svæðinu þar sem gert verður ráð fyrir seiðaeldisstöð allt að 15.000 m2 að gólffleti. Gert er ráð fyrir mön umhverfis lóðina að norðanverðu við Eldfellsveg og að lega vegslóða að Viðlagafjöru frá norðri breytist. 

Gert er ráð fyrir að mörk milli lóða 1 og 2 í Viðlagafjöru breytist. Einnig er gert ráð fyrir að lóð nr. 1 stækki til norðurs og að heildar gólfflötur mannvirkja á lóðinni aukist úr 33.500 m2 í allt að 66.000 m2. Á lóð 2 var áður gert ráð fyrir geymslu jarðefna en þar er nú skilgreindur byggingarreitur þar sem gert er ráð fyrir gólffleti húsnæðis allt að 10.000 m2 og gólffleti kerja allt að 20.000 m2.  Á báðum lóðunum er gert ráð fyrir að hámarkshæð húsa sé allt 9 m og hámarkshæð kerja allt að 15 m. 

Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum er boðið á opið hús hjá skipulagsfulltrúa dagsna 16-18 desember 2025, klukkan 10-12 eða að bóka samtal samkvæmt samkomulagi. 

Einnig eru áform um að halda sameiginlegan íbúafund á kynningartíma umhverfismats framkvæmda vegna aukinna umsvifa fiskeldi í Viðlagafjöru og auglýsingar skipulagsáforma í Viðlagafjöru.

Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar,
(Aðalskipulag mál nr. 1473/2025 og deiliskipulag mál nr. 1474/2025. Umsagnir skulu berast í gegnum Skipulagsgátt. 

Veittur er frestur til og með 6. janúar 2026 til að skila athugasemdum vegna málsins.

Bæjarstjórn vestmannaeyja samþykkti þann 9. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulag Hafnarsvæðis H-1 og Miðsvæðis M-1 norðan Strandvegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Strandveg 44. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér að núverandi bygging verði rifin og þess í stað reist nýbygging á fjórum hæðum ásamt bílakjallara með allt að 12 stæðum.

Hlutverk jarðhæðar mun vera þjónustutengdur atvinnurekstur en núverandi bensínstöð er víkjandi. Á annarri til fjórðu hæð verða íbúðir og mun bílakjallari þjóna íbúðum með innkeyrslu frá Skólavegi.

Áætlaður fjöldi íbúða er 10-12. Gert er ráð fyrir bílastæðum í bílakjallara og á lóð auk samnýtingu almennra bílastæða á miðsvæði. Stærð byggingarreitar eykst frá 56 m2 í 450 m2 og heildar byggingarmagn ofanjarðar verður 1700 m2.

Breyting þessi mun hafa jákvæð áhrif á heildarásýnd svæðisins þar útlit á Strandvegi 44 mun eftir breytinguna vera í betra samræmi við nálægar byggingar. Einnig mun öryggi gangandi vegfarenda aukast en gert er ráð fyrir gangstétt sunnan við húsið.

Skipulagsgögn má nálgast hér að neðan:

 

Skipulagsgögn verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Einnig er hægt að hafa samband við skipulagsfulltrúa vegna málsins í gegnum tölvupósfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882530.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 28. maí 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt .
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 13. Janúar 2025 að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 -2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-1 vegna heimildar til íbúða á efri hæðum við Strandveg 89-97 skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir breyttum skilmálum athafnasvæði AT-1 sem á við um lóðir við Strandveg 89- 97 þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Gert er ráð fyrir allt að 30 íbúðum á svæðinu. Áfram er kvöð um athafnastarfsemi á fyrstu hæð.

Kvöð eru um að núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.

Skipulagsgöng má sjá hér að neðan:

STRANDVEGUR 89-97 - TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035

Skipulagsgögn verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. maí 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á 1621. fundi sínum þann 25. nóvember 2025 að auglýsa sameiginlega lýsingu og tillögu á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna nýrrar neðansjávarvatslagnar til Eyja, NSL4. Skipulagstillaga er kynnt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillagan gerir ráð fyrir nýrri vatnsleiðslu, NSL4, sem lögð verður til hliðar núverandi leiðslu, NSL3, um 12,5 km leið milli lands og eyja. Markmið framkvæmdarinnar er að tryggja afhendingu vatns til Vestmannaeyja, en vegna skemmda á vatnsleiðslu NSL3 til Vestmannaeyja í nóvember 2023 er vatnsflutningur til Vestmannaeyja ótryggur. 

Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að vatnslögn NSL4 komi í land austarlega í Skansfjöru og þaðan leidd um fjöruna að inntaki núverandi lagnar. Í aðalskipulagi verður fyrir nokkra landnotkunarreiti bætt við ákvæði  um að háspennustrengir og stofnlagnir vatsveitu geti legið um svæðið enda sé frágangi þannig háttað að sem minnst rask hljótist af. 

Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum er boðið á opið hús hjá skipulagsfulltrúa dagsna 6-8. janúar 2026, klukkan 10-12 eða að bóka samtal samkvæmt samkomulagi. 

Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. Mál nr.1686/2025

Veittur er frestur til og með 19. janúar 2026 til að skila athugasemdum vegna málsins.