Byggingarfulltrúi
Byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar fer með málefni er varða byggingarframkvæmdir, mannvirkjagerð og eftirlit með mannvirkjum í sveitarfélaginu.
Hlutverk byggingarfulltrúa er að veita byggingarheimildir og byggingarleyfi samkvæmt gildandi skipulagi, sem og að tryggja að mannvirki séu reist, viðhaldin og notuð í samræmi við lög og reglugerðir.
Helstu verkefni byggingarfulltrúa eru að taka við og afgreiða umsóknir um byggingarleyfi, fylgjast með framkvæmdum í samráði við byggingarstjóra og aðra aðila, annast áfanga-, stöðu-, öryggis- og lokaúttektir mannvirkja, hafa eftirlit með því að sótt sé um leyfi þegar þess er krafist, auk þess að veita leiðbeiningar og upplýsingar um byggingarmál, leyfisveitingar og reglur.
Umsóknir um byggingarleyfi, byggingaráform og önnur erindi til byggingarfulltrúa eru send rafrænt í gegnum Íbúagátt Vestmannaeyjabæjar.
Þeim skulu fylgja aðalteikningar, hönnunargögn og upplýsingar um hönnunarstjóra og byggingarstjóra eftir því sem við á.
Skipulagsfulltrúi sér hins vegar um afgreiðslu stöðuleyfa og framkvæmdaleyfa.
Óheimilt er að hefja framkvæmdir, svo sem að grafa, reisa, breyta eða rífa mannvirki, nema að fengnu byggingarleyfi byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar nr. 112/2012, auk annarra laga og reglna sem gilda um skipulag og byggingar í Vestmannaeyjum.
Starfandi byggingarfulltrúi Vestmanneyjabæjar er Rannveig Ísfjörð.
Viðtalstímar byggingarfulltrúa eru samkvæmt samkomulagi.