Kirkjugerði

Leikskólinn Kirkjugerði er staðsettur við Dalhraun 1. Leikskólastjóri Kirkjugerðis er Eyja Bryngeirsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið
eyja@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2280.

Leikskólinn Kirkjugerði var reistur árið 1964 fyrir gjafafé frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hann er staðsettur við Dalhraun 1. Leikskólinn hefur 5 deildir og barnafjöldinn hefur verið um 85 en getur verið um 95 talsins. Starfsmenn eru um 30. Deildarheitin á Kirkjugerði byggja á örnefnum og bera nöfn víka á Heimaey, Klettsvík, Kópavík, Prestavík, Höfðavík og Stafnsnesvík. Á Kirkjugerði er unnið eftir leikskólastefnu í anda Hugsmíðahyggju en kjarni þeirra stefnu er viðurkennandi samskipti, sjálfræði, lýðræðisleg vinnubrögð og jafnrétti. 

Leikskólastjóri Kirkjugerðis er Eyja Bryngeirsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið eyja@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2280. Einkunnarorð leikskólans Kirkjugerðis eru; Jákvæður Agi – Gleði – Félagsfærni.

Heimasíða skólans


Jafnlaunavottun Learncove