Fara í efni

Byggðarmerki

Hönnuður byggðarmerkisins er Baldvin Björnsson gullsmiður, þá búsettur í Vestmannaeyjum, en Tryggvi Magnússon teiknari mun hafa útfært það sem fánamerki fyrir Alþingishátíðina 1930. Síðar tók Vestmannaeyjakaupstaður það upp sem sitt skjaldarmerki.

Merking:
Bárur, skip, lyfting, akkeri, reiði og fánar með langveifum. Vísar til þýðinga fiskveiða og siglinga fyrir Vestmannaeyjar fyrr og síðar.

Byggðarmerki Vestmannaeyja var skráð af Einkaleyfastofunni 15.12.2006 í samræmi við reglugerð um skráningu byggðarmerkja nr. 112/1999, sbr. 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.