Fara í efni

Bæjarstjóri

Bæjarstjóri Vestmannaeyja er Íris Róbertsdóttir

Íris Róbertsdóttir

Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og er bæjarfulltrúi bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey.
Íris tók sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 2018. Hún var í hinum ýmsu nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar frá 2004- 2014.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins. Hann framfylgir ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar og fer ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarstjóri er yfirmaður starfsmanna bæjarins og æðsti embættismaður.

 

Starfsferill

Íris er menntaður grunnskólakennari og kenndi um árabil við Grunnskóla Vestmannnaeyja. Hún starfaði einnig á skólaskrifstofu Vestmannaeyjabæjar og síðast sem fjármálastjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki áður en hún tók við stöðu bæjarstjóra.

Annað

2015-2018 Formaður ÍBV
2017 -Formaður skólanefndar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum
2009-2015 Formaður Menningarráðs Suðurlands
2014-2018 Stjórn Átaks til atvinnusköpunar
Formaður stjórnar sveitarfélaga á köldum svæðum
Formaður í stjórn sjávarútvegssveitarfélaga
Í stjórn Lánasjóðs Íslenskra sveitarfélaga

Íris er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún er gift Eysteini Gunnarssyni og eiga þau þrjú börn.

Samtal við Bæjarstjóra

Íbúar, félagasamtök og rekstraraðilar geta óskað eftir samtali eða viðtalstíma með bæjarstjóra en nauðsynlegt er að panta viðtalstíma.

Hægt er panta tíma á netfangið postur@vestmannaeyjar.is
Beint netfang Írisar er iris@vestmannaeyjar.is