Dagskrá:
- Lúðrasveit Vestmannaeyja flytur nokkur lög.
- Helga Jóhanna Harðardóttir varaforseti bæjarstjórnar ávarpar gesti.
- Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja jólalög.
- Viðar prestur segir nokkur orð.
- Að lokum mun Páll Magnússon kalla David Erni til sín til þess að kveikja á trénu.
- Jólasveinarnir koma upp á svið og syngja og tralla með krökkunum.
- Nammi jólasveinanna verður afhent í öðrum skúrnum þar sem Putti og félagar úr Skilaboðaskjóðunni gefa nammið.
- Þegar búið er að kveikja á trénu muna jólasveinarnir bjóða upp á myndatökur og spjall með krökkunum.
Meistaraflokkur kvenna í fótbolta verður með til sölu kaffi, heitt súkkulaði og smákökur.
Sú skemmtilega hefð hefur skapast að 1. bekkur GRV hefur teiknað jólamyndir á gjafakort Vestmannaeyjabæjar. Vegna þessa mun bókasafnið standa fyrir sýningu á þeim myndum og er hún opinn til 18:00 föstudaginn 28. nóvember.
Lengri opnun er í verslunum bæjarins í tilefni af svörtum föstudegi og er hún til 22:00.
