Dýravinafélag Vestmannaeyja stendur fyrir jólastund í skóginum við dýraspítalann við Löngulá. Hægt er að rölta um skóginn, kaupa sér heitt súkkulaði, ristaðar möndlur, jólaskraut og fleira. Grinch ætlar að mæta á svæðið, jólatónlist mun óma í skóginum og það ættu allir að geta notið þess að eiga stund saman.
Jólahuggulegheit í Vinaskógi
Dags
14. desember
Kl.
15:00 - 18:00
Staðsetning
Vinaskógurinn við Löngulá
Allir velkomnir í Vinaskóginn okkar. 🌲
Fólk jafnt sem dýr er velkomið að koma og taka smá ratleik um skóginn,hlusta á jólalög, anda að sér fersku lofti, njóta útivistar, fá sér heitt súkkulaði, versla sér jólaskraut eða bara koma og sjá aðra.
