Ljósmyndasafn Vestmannaeyja
Allt fram að síðari hluta ársins 2012 var Ljósmyndasafn Vestmannaeyja enn viðhengi við annað safnastarf í Safnahúsi Vestmannaeyja.
Úr 40.000 í 4.000.000
Allt fram að síðari hluta ársins 2012 var Ljósmyndasafn Vestmannaeyja enn viðhengi við annað safnastarf í Safnahúsi Vestmannaeyja. Mergur safnsins voru um 20.000 ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara (1885-1950) og var áætlað að ljósmyndir annarra væru samtals ámóta að tölu.
Hinn 8. september 2012 var hins vegar brotið í blað í sögu Ljósmyndasafnsins er fjölskylda Óskars Björgvinssonar ljósmyndara (1942-2002) afhenti gervalt safn hans. Áætlað magn er um 150.000 ljósmyndir..
Á þeim tímamótum var Inga Lára Baldvinsdóttir, þá fagstjóri myndasafns Þjóðminjasafns, beðin um að áætla hvar Ljósmyndasafnið stæði í röð ljósmyndasafna landsins og taldist Ingu Láru til að Ljósmyndasafn Vestmannaeyja væri orðið hið sjöunda stærsta á landsvísu.
En stærri urðu skrefin áður en varði. Hinn 5. janúar 2014 var langstærsta ljósmyndasafn í sögu Vestmannaeyja, og a.m.k. eitt allrastærsta safn ljósmynda úr einkaeigu afhent er Sigurgeir Jónasson ljósmyndari (1934- ) afhenti sjálfur ásamt fjölskyldu sinni um 2.000.000 – 3.000.000 ljósmynda.
Við þau tímamót varð Ljósmyndasafn Vestmannaeyja að öllum líkindum fjórða stærsta safn landsins og annað stærsta ljósmyndasafn utan höfuðborgarinnar, næst Minjasafni Akureyrar.
Stöðugt bætist í hópinn og tekur Ljósmyndasafn Vestmannaeyja þakksamleag við ljósmyndum er tengjast Eyjum.
Opnunartími
Alla virka daga frá 10:00 – 17:00.
Forstöðumaður: Kári Bjarnason
Sími: 488-2040
Hér er hlekkur á Facebook síðu Ljósmyndasafnsins